Fara í efni

Covid-19 upplýsingar í Grímsnes- og Grafningshreppi

Farið er reglulega yfir stöðu mála varðandi Covid-19 og lagðar fram viðbragðsáætlanir fyrir innra starf og þjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Stjórnendur munu halda reglulega fjarfundi um stöðu mála. Komi til útbreiðslu smita á svæðinu eða þess að starfsfólk lendi í sóttkví, getur áætlunum verið breytt með skömmum fyrirvara. 

Takmarkanir á starfsemi Grímsnes- og Grafningshrepps taka mið af auglýsingu ráðherra.

Almennt um stofnanir sveitarfélagsins:
Leitast verður við að hafa fjarfundi í stað funda á staðnum og ekki verða haldnir fundir á staðnum með utanaðkomandi aðilum. Takmarka skal eins og hægt er ferðir starfsmanna á milli stofnana. Heimsóknum utanaðkomandi aðila (s.s. eftirlit, viðhald, þjónusta) verður frestað ef unnt er, en ef nauðsynlegt reynist að fá utanaðkomandi aðila inn á stofnun og ekki er hægt að halda fjarlægðarmörkum þá er grímuskylda og skal þess gætt að viðkomandi aðili hitti sem fæsta starfsmenn, nemendur eða aðra notendur þjónustu. Í þeim tilvikum þar sem verktakar sinna ræstingum utan opnunartíma er ekki grímuskylda.

Skrifstofa
Skrifstofa sveitarfélagsins er með hefðbundinn afgreiðslutíma en lokað er fyrir allan gestagang. Þeir sem eiga þó ekki brýnt erindi er bent á að hafa samband við skrifstofuna í gegnum síma 480-5500 eða með tölvupósti gogg@gogg.is .

Félagsheimilið Borg
Lokað er ótímabundið fyrir útleigu á Félagsheimilinu Borg.

Félagsmiðstöðin
Félagsmiðstöðin Zetor verður lokuð á meðan strangar samkomutakmarkanir gilda, er það gert þar sem ungmenni úr nokkrum skólum koma þar saman og til að draga úr hættu á smiti á milli skólanna.

Gámasvæðið Seyðishólum
Afgreiðslutími Gámasvæðisins á Seyðishólum er hefðbundinn en starfsmenn aðstoða ekki notendur og halda fjarlægðarmörk.

Íþróttamiðstöðin Borg
Íþróttamiðstöðin Borg er opin að hluta, þ.e. sundlaugin er opin en líkamsræktin er lokuð..

Áhaldahús
Verið er að vinna hefðbundin verk en starfsmönnum hefur verið skipt upp.

Kerhólsskóli
Vegna nýrrar reglugerðar um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar hefur grunn- og leikskóladeild hefur verið skipt upp í 3 hólf og reynt er að tryggja öllum grunnskólabörnum sem mesta viðveru í skólanum.

Mötuneyti Kerhólsskóla
Mötuneyti Kerhólsskóla er lokað fyrir alla aðra en nemendur og starfsmenn grunn- og leikskóla. Þessi leið er farin til að draga úr smiti, einkum hvað varðar viðkvæma hópa í samfélaginu.

Velferðarþjónusta Árnesþings – afgreiðsla meðan neyðarástand almannavarna stendur yfir
Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofu meðan neyðarástand almannavarna stendur yfir. Þjónusta er veitt gegnum síma og tölvupóst eða fjarfundarbúnað þegar við á.
Uppsveitir s. 480-1180
Barnavernd – Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 483-4000. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.
Heimaþjónusta – sími 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is
Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur – vinsamlega hringið í 480-1180 eða sendið tölvupóst á netfangið sigurjon@arnesthing.is
Málefni fatlaðs fólks – áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000.
Netfang arna@arnesthing.is

 

 
Síðast uppfært 18. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?