Fara í efni

Fjallseðill Grímsnes- og Grafningshrepps 2023

Hjálagt má finna fjallseðil Grímsnes- og Grafningshrepps 2023

Vinsamlega athugið að seðillinn var póstlagður einnig og ætti að berast fyrir lok næstu viku. Vera kann að hann berist ekki í einstaka tilvikum vegna breytinga á meðhöndlun dreifibréfa hjá Póstinum en ef hann hefur ekki borist fyrir vikulok er velkomið að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins og starfsfólk útvegar fjallseðilinn.

Á álagningaseðlinum kemur eftirfarandi fram:

Fjallskilanefnd gerði að tillögu sinni á 39. fundi sínum sem haldinn var 23. ágúst 2023 að fyrirkomulag innheimtu vegna fjallskila verði á eftirfarandi hátt: 1/3 Fasteignahluti verði greiddur eins og samþykkt var af sveitarstjórn 2021. 2/3 hlutar: Bændur leggi til vinnu (dagsverk) í samræmi við fjárfjölda og sveitarfélagið greiði það sem út af stendur af kostnaði við fjallskil í formi styrks til að viðhalda þeim forna sið og menningararfi okkar sem fjallskil eru. Sveitarstjórn mun taka tillöguna til umfjöllunar á næsta reglulega fundi.

ATH dagsetningar Austurleitar á útsendum fjallseðli voru því miður rangar, dagsetningar Austurleitar eiga að vera 15. 16. og 17. september, sjá uppfærðan seðil.

Fjallseðill 2023

Álögð fjallskil í Grímsnes- og Grafningshreppi 2023

Síðast uppfært 8. september 2023
Getum við bætt efni síðunnar?