Fara í efni

Frístunda- og íþróttahlaðborð á Laugarvatni 18.okt kl 10-12

Frístundar- og Íþróttahlaðborð verður haldið á laugardaginn 18. okt kl.10-12 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Boðið verður upp á kynningu á starfsemi ýmissa frístunda- og íþróttafélaga.

Fólki gefst tækifæri á fá kynningu á því frístunda- og íþróttastarfi sem er í boði í uppsveitum. Hægt verður að sækja sér upplýsingar og að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttum og tómstundum.

Viðburðurinn er fyrir fólk á öllum aldri.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur fyrir gesti hlaðborðsins.
   

Síðast uppfært 8. október 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?