Fundarboð 603. fundar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
603. fundur sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Borg, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 9:00.
1. Fundargerðir.
a) Fundargerð 28. fundar Framkvæmda- og veitunefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 21. október 2025.
Mál nr. 5, 6 og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Fundargerð 30. fundar Skólanefndar Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. september 2025
Mál nr. 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
c) Fundargerð 4. fundar nefndar um skólahúsnæði Kerhólsskóla, 9. október 2025.
d) Fundargerð FRÍ-GOGG og Grímsnes- og Grafningshrepps, 28. maí 2025.
e) Fundargerð FRÍ-GOGG og Grímsnes- og Grafningshrepps, 16. október 2025.
f) Fundargerð 312. fundar skipulagsnefndar UTU, 22. október 2025.
Mál nr. 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 21 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
g) Fundargerð 128. fundar stjórnar byggðasamlagsins UTU, 25. september 2025.
h) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 24. september 2025.
i) Fundargerð stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 13. október 2025.
j) Aðalfundargerð og skýrsla stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ), 15. október 2025.
k) Fundargerð 88. fundar stjórnar Bergrisans, 6. október 2025.
l) Fundargerð aðalfundar og skýrsla stjórnar Bergrisans, 9. október 2025.
m) Fundargerð 337. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, 7. október 2025.
n) Fundargerð Almannavarnanefndar Árnessýslu, 15. október 2025.
o) Fundargerð 627. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, 26. september 2025.
p) Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 10. október 2025.
q) Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 21. október 2025.
2. Gjaldskrá Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps 2026.
3. Fjárhagsáætlun Grímsnes- og Grafningshrepps vegna ársins 2026 og 2027-2029, fyrri umræða.
4. Lántökur 2025.
5. Drög að stefnu um upplýsingaöryggi sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps.
6. Drög að stefnu um notkun gervigreindar Grímsnes- og Grafningshrepps.
7. Kjörstjórn.
8. Lækkun hámarkshraða við og á Borg.
9. Tilkynning um að fallið er frá fyrirhugaðri niðurfellingu Bjarkarvegar (3759-01) af vegaskrá.
10. Næstu fundir sveitarstjórnar.
11. Ráðning byggðaþróunarfulltrúa 2025.
12. Ósk um að 104. héraðsþing HSK verði haldið í félagsheimilinu á Borg.
13. Samningur um trúnaðarlæknaþjónustu.
14. Stofnsamningur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. – fyrri umræða.
15. Farsældarráð á Suðurlandi.
16. Samantekt úr vinnustofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skráningu lögheimilis án tilgreinds heimilisfangs.
17. Hátíðartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga á Laugarvatni 15. nóvember 2025.
18. Heilsugæsla Uppsveita opnar á Flúðum 5. nóvemer 2025.
19. Landsbyggðarvagnar – kynning á nýju leiðarkerfi.
20. Landsátakið – Syndum 2025.
21. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, D Gistiskáli að Berjaás 8, fnr. 252-3245.
22. Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs fyrir gistingu í flokki II, H Frístundahús að Fögruvellir, Langirimi 52, fnr. 252-2334.
23. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
24. Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 209/2025, „Skýrsla um hlutverk og starfsskilyrði embættismanna“.
25. Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 211/2025, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár, nr. 1066/2014“.
26. Umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps um mál nr. 194/2025, „Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011“.
Borg, 3. nóvember 2025, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir