Fundur fyrir eigendur fjallaskála við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar
Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur vinnur nú að aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna fjallaskálasvæðis við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar.
Vinna á aðalskipulagsbreytingu þar sem nýtingarhlutfalli á svæðinu verður meðal annars breytt, ásamt því að heimildir fyrir gistiaðstöðu á svæðinu verða rýmkaðar. Í kjölfarið verður unnið nýtt deiliskipulag á svæðinu, ásamt því að stofna lóðir í samráði við Forsætisráðuneytið, en svæðið er á þjóðlendu.
Að loknu skipulagsferlinu mun sveitarfélagið auglýsa lóðirnar og verður þeim eingöngu til úthlutað til lögaðila. Í tilefni af vinnunni boðar sveitarstjórn fulltrúa hvers fjallaskála á svæðinu til fundar miðvikudaginn 12. nóvember 2025 klukkan 19:30 í Félagsheimilinu Borg. Þar verður kynnt skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytinganna, sem og drög að deiliskipulagi.
Á svæðinu verða fulltrúar sveitarstjórnar ásamt Sigríði Kristjánsdóttur skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og Ásgeiri Jónssyni skipulagsráðgjafa hjá EFLU.
Fyrir hönd sveitarstjórnar,
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti