Fara í efni

Fundur fyrir eigendur fjallaskála við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar

Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur vinnur nú að aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna fjallaskálasvæðis við Tjaldafell norðan Skjaldbreiðar.

Vinna á aðalskipulagsbreytingu þar sem nýtingarhlutfalli á svæðinu verður meðal annars breytt, ásamt því að heimildir fyrir gistiaðstöðu á svæðinu verða rýmkaðar. Í kjölfarið verður unnið nýtt deiliskipulag á svæðinu, ásamt því að stofna lóðir í samráði við Forsætisráðuneytið, en svæðið er á þjóðlendu.

Að loknu skipulagsferlinu mun sveitarfélagið auglýsa lóðirnar og verður þeim eingöngu til úthlutað til lögaðila. Í tilefni af vinnunni boðar sveitarstjórn fulltrúa hvers fjallaskála á svæðinu til fundar miðvikudaginn 12. nóvember 2025 klukkan 19:30 í Félagsheimilinu Borg. Þar verður kynnt skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytinganna, sem og drög að deiliskipulagi.

Á svæðinu verða fulltrúar sveitarstjórnar ásamt Sigríði Kristjánsdóttur skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins og Ásgeiri Jónssyni skipulagsráðgjafa hjá EFLU.

Fyrir hönd sveitarstjórnar,
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti

Síðast uppfært 7. nóvember 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?