Fara í efni

Fyrsta skóflustunga að nýju húsnæði Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.

Fyrsta skóflustungan var tekin í dag að nýju húsnæði Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.

Húsið mun rísa við Hverabraut 6 á Laugarvatni og áætluð verklok eru 1. mars 2024, verktaki að bygginu hússins er Selásbyggingar ehf og jarðvinnu annast Fögrusteinar ehf. 

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag Ásahrepps, Flóahrepps, Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps og annast það skipulags- og byggingarmál fyrir sveitarfélögin.

Á myndinni má sjá fulltrúa í stjórn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. 

Síðast uppfært 8. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?