Fara í efni

Góðu stafgöngunámskeiði lokið

Í tilefni af íþróttaviku Evrópu bauð Grímsnes- og Grafningshreppur upp á stafgöngunámskeið á þriðjudag og miðvikudag. Nokkrir aðilar þáðu boðið og fengu góða kennslu hjá Ásdísi Sigurðardóttur sem er einn reyndasti stafgöngukennari landsins. Fyrir utan það að æfingin var góð fyrir líkamann var félagsskapurinn góður og fólk skemmti sér vel.

Það er aldrei að vita nema að við reynum að fá Ásdisi til okkar aftur þannig að fleiri geti lært tæknina og  fengið meira út úr göngutúrunum sínum. 

Síðast uppfært 28. september 2023
Getum við bætt efni síðunnar?