Fara í efni

Gönguleið á Búrfell

Nú er verið að stika gönguleið á Búrfellið og eru komnar stikur upp að vatni. Til stendur að klára að stika upp á topp síðar í vikunni. Til þess að gera þetta mögulegt höfum við fengið aðstoð frá vinnhópi á vegum Landsvirkjunar til viðbótar við nemendur í vinnuskólanum hérna í sveitarfélaginu.

Ferðafélag Íslands hefur látið útbúa skilti sem við rafmagnsmastur rétt austan við bæinn Búrfell þar sem gönguleiðin hefst. Á næstunni mun koma skilti sem sýnir hvar á að beygja inn að upphafi gönguleiðarinnar. 

Vonandi verður þetta til þess hvetja fólk til að ganga á Búrfellið og njóta útivistarinnar og útsýnisins sem það býður upp á.

Síðast uppfært 12. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?