Fara í efni

Greiðsla á fasteignagjöldum með korti

Við viljum vekja athygli á því að ef fólk óskar eftir því að setja fasteignagjöld á kreditkort þá er annarsvegar hægt að senda tölvupóst á gogg@gogg.is þar sem fram þarf að koma kennitala eiganda og kennitalan á kortinu ef hún er önnur en kennitala eiganda. Í framhaldi sendum við link þar sem viðkomandi getur sjálfur skráð inn kortið og fylgt leiðbeiningum sem þar koma við staðfestingu á skráninguni.

Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 480-5500 og starfmaður setur inn kortið í gegnum síma en þá verður viðkomandi að samþykkja staðfestingarbeiðnina sem berst í síma viðkomandi við skráninguna.

Vegna breytingu á bókhaldskerfi sveitarfélagsins færðust ekki öll kort sem voru á skrá áður, yfir í nýtt kerfi og því geta einnig þeir sem tóku eftir að þeirra kort datt út um áramótin, farið þessar leiðir. 

Síðast uppfært 18. mars 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?