Grímsnes- og Grafningshreppur auglýsir eftir umsóknum um lausar byggingarlóðir á Borg
Mikil uppbygging er í gangi á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Búið er að skipuleggja nýtt íbúðahverfi á svæðinu, sem verður paradís fyrir þau sem kjósa kyrrð og ró fram yfir ys og þys – en vilja samt hafa alla þjónustu í næsta nágrenni. Sérstök áhersla er lögð á að byggðin tengist nærliggjandi þjónustukjarna á nýju miðsvæði og gott flæði verði milli innviðanna á svæðinu.
Um er að ræða blandaða byggð með einbýlishúsum, par- og raðhúsum og minni fjölbýlishúsum. Á heildina litið er gert ráð fyrir 79 lóðum með 160-220 íbúðum á öllu svæðinu, þar sem gert er ráð fyrir sveigjanleika til að fjölga eða fækka íbúðum í rað- og fjölbýli, upp að vissu marki.
Hér er um að ræða frábært tækifæri fyrir verktaka og einstaklinga til að taka þátt í uppbyggingu á nýrri og spennandi íbúðabyggð á besta stað á Suðurlandi. Við ætlum okkur að byggja upp til framtíðar og leitum því að réttum samstarfsaðilum til verksins.
Kynntu þér málið nánar og taktu þátt í að byggja upp framtíðarheimili fyrir þig eða aðra á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsóknarfrestur til að sækja um íbúðarhúsalóðir er til og með 10. september 2025.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á www.borgisveit.is
