Fara í efni

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur hlotið endurnýjun á jafnlaunavottun

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur hlotið endurnýjun á jafnlaunavottun fyrir árin 2023-2026, þar sem staðfest er að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Með endurnýjun á jafnlaunavottun í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 hefur sveitarfélagið fest í sessi stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Í jafnréttisáætlun og jafnlaunastefnu Grímsnes- og Grafningshrepps kemur fram að kynjunum skulu greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf sem og hvers konar frekari þóknana. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár í samræmi við gildandi kjarasamninga. Jafnlaunavottunin er mikilvægur þáttur í að viðhalda og vinna að því markmiði.

Síðast uppfært 7. nóvember 2023
Getum við bætt efni síðunnar?