Fara í efni

Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarfélag ársins 2022

Grímsnes- og Grafningshreppur hlaut í dag titilinn "Sveitarfélag ársins 2022" og hreppti 1. sætið.

Viðurkenningin er veitt fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga. 
Guðný Helgadóttir, launafulltrúi tók við viðurkenningunni og verðlaunagripnum fyrir hönd sveitarstjóra í dag.

Sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin fá sæmdarheitið Sveitarfélag ársins 2022 voru:

1. Grímsnes- og Grafningshreppur
2. Hrunamannahreppur
3. Flóahreppur
4. Bláskógabyggð

Síðast uppfært 3. nóvember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?