Fara í efni

Gunnlaug Hartmannsdóttir nýr deildarstjóri skólaþjónustu hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. samþykkti á fundi sínum 7. mars síðastliðinn að ráða Gunnlaugu Hartmannsdóttur í starf deildarstjóra skólaþjónustu hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.
Gengið hefur verið frá samkomulagi við Gunnlaugu um starfið og mun hún hefja störf á næstu vikum.
Gunnlaug sem er menntuð í uppeldis- og kennslufræðum ásamt náms- og starfsráðgjöf hefur síðustu ár unnið sem skólastjóri Flóaskóla og kemur því inn í skólaþjónustuna með góða yfirsýn á skólastarfið.

Gunnlaug mun starfa samhliða Anný Ingimarsdóttur deildarstjóra velferðarþjónustunnar við mótun á breyttri og betrumbættri þjónustu Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs.

Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. verður með aðsetur í Laugarási í Bláskógabyggð.

Síðast uppfært 9. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?