Hjálpumst að um páskana
Kæru íbúar, frístundahúsaeigendur og aðrir gestir.
Það er viðbúið að mikið álag skapist á innviði Grímsnes- og Grafningshrepps um páskana, líkt og getur gerst þegar mikill fjöldi fólks sækir sveitarfélagið heim.
Til þess að upplifun allra sem ákveða að dvelja hér um páskana verði sem best er nauðsynlegt að við hjálpumst að við að vernda innviðina,
en þar má helst nefna vatnsveitur og sorpmóttöku.
Grenndarstöðvar sveitarfélagsins eru opnar allan sólarhringinn og verða aukalosanir á gámum í kringum páska.
Mikilvægt er að hafa í huga að einungis er leyfilegt að losa sig við
heimilisúrgang
á grenndarstöðvunum, en allan annan úrgang
(t.d. timbur, húsgögn, spilliefni og raftæki)
þarf að fara með á Gámastöðina Seyðishólum á opnunartíma.
Það er viðbúið að biðraðir geti myndast á Gámastöðinni Seyðishólum
þá daga sem er opið í kringum páskana og biðjum við fólk að sýna því skilning.
Opnunartími um páskana á Gámastöðinni Seyðishólum er sem hér segir:
Skírdagur 17. apríl 13:00 –15:00
Föstudagurinn langi 18. apríl LOKAÐ
Laugardagurinn 19. apríl 13:00 – 16:00
Páskadagur 20. apríl LOKAÐ
Annar í páskum 21. apríl LOKAÐ
Með því að flokka og ganga vel um grenndarstöðvarnar og Gámastöðina Seyðishólum stuðlum við sameiginlega að snyrtilegu umhverfi og hagkvæmari rekstri.
Hér er kort yfir grenndarstöðvar sveitarfélagsins:
Það er öllu jafna mikið álag á hita- og vatnsveitur sveitarfélagsins um páskana, og biðjum við fólk um að huga að vatnsnotkun og fara vel með eins og kostur er. Viðbúið er að þrýstingur á vatni minnki á álagstímum. Vegna bilanna er bent á að hafa samband við vaktsíma vatnsveitunnar.
Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Borg er sem hér segir:
Skírdagur 17. apríl 10:00 –18:00
Föstudagurinn langi 18. apríl 10:00 –18:00
Laugardagurinn 19. apríl 10:00 –18:00
Páskadagur 20. apríl LOKAÐ
Annar í páskum 21. apríl 10:00 –18:00
Hér má sjá opnunartíma Grænu Könnunar og Völu á Sólheimum um páskana:
Við vonum að þið eigið öll gleðilega páska.