HMS metur brunavarnir í eldri timburhúsum – átaksverkefni til að auka öryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur tekið til skoðunar stöðu brunavarna í eldri
timburhúsum. Einn þáttur í verkefninu er sjálfsmat eigenda á brunavörnum húsa í formi
könnunar þar sem óskað er eftir að eigandi leggi mat á ýmsa þætti sem snúa að
brunavörnum, flóttaleiðum, byggingarefni og öðrum þáttum brunavarna.
HMS óskar því eftir að allir eigendur eldri timburhúsa taki þátt í könnuninni til að gera sér
grein fyrir stöðu brunavarna hússins og átta sig á hvar úrbóta er þörf.
Smelltu hér til að svara könnuninni
Matið gefur niðurstöðu sem gefur til kynna stöðu brunavarna hússins. Könnunin er unnin í
nánu samstarfi með slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). Könnunin er send til allra
eigenda timburhúsa sem byggð eru fyrir 1999. Athugið að svör verður ekki hægt að rekja niður
á einstaklinga og niðurstöður verða ekki persónugreinanlegar. Niðurstöðurnar verða aðeins
nýttar til að öðlast yfirsýn yfir brunavarnir eldri timburhúsa á landinu.
Athygli er vakin á að ef viðtakandi á fleiri en eina fasteign svarar hann einni könnun fyrir hverja
fasteign. Ef fleiri en einn eigandi eru að fasteign er einungis hægt að svara einu sinni fyrir
hverja fasteign.
Mörg eldri hús, sérstaklega timburhús, eru ekki byggð með nútíma brunahönnun í huga, sem
skilur þau eftir með takmarkaðar brunavarnir. Þessi hús búa yfir aukinni áhættu þar sem þau
eru oft gerð úr byggingarefnum sem uppfylla ekki nútímakröfur um brunavarnir sem íbúar eru
oft á tíðum ekki meðvitaðir um.
Á vefnum Vertu eldklár er hægt að fræðast betur um brunavarnir eldri timburhúsa.
Fyrir hönd Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,
Brunavarnasvið HM