Fara í efni

Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi þann 21. mars 2023

Í dag 21. mars 2023 búa 546 íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Af þessum íbúum búa 95 manns á Sólheimum og 157 manns eru skráðir á Borg.
Íbúar með erlend ríkisföng eru 95 talsins.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig aldursskiptingin er í sveitarfélaginu en elsti íbúinn er 101 árs og í dag er enginn einstaklingur fæddur 2008 búsettur í sveitarfélaginu.
Í sveitarfélaginu eru 105 íbúar 67 ára og eldri og 182 íbúar 60 ára og eldri.
Fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1955 og því 68 ára en þau eru 16 talsins. 

Síðast uppfært 21. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?