Fara í efni

Inneignarkort á Gámastöðinni Seyðishólum

Grímsnes- og Grafningshreppur afhendir öllum fasteignaeigendum sem greiða sorpeyðingargjald inneignarkort sem nota má á gámasvæðinu á Seyðishólum. 

Inneignin á kortinu árið 2021 er:
-Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði eða lögbýli fá:        4,5 m3 = 18 punkta
-Íbúðarhús og lögbýli fá:                                                    10 m3 = 40 punkta
-Fyrirtæki fá:                                                                         10 m3 = 40 punkta

Kortið inniheldur punkta og er lágmarksnotkun á gámasvæði einn punktur sem samsvarar 0,25 m3. Starfsmaður á gámasvæði metur magn gjaldskylds úrgangs en miðað er við að 0,25 rúmmetrar sé ígildi eins svarts ruslapoka.Kortið er hugsað sem framtíðareign korthafa og mun inneignarstaða verða uppfærð hver áramót.

Eftirfarandi skilmálar gilda um kortin:

  • Kortin afhendast öllum þeim fasteignaeigendum sem greiða sorpeyðingargjald.
  • Sveitastjórn ákveður inneign (magn gjaldskylds úrgangs) hvert ár.
  • Inneignir færast ekki milli ára.
  • Inneign er uppfærð um áramót ár hvert.
  • Glötuð kort skal tilkynna til skrifstofu sveitarfélagsins.
  • Finnist kort skal koma því á skrifstofu sveitarfélagsins.
  • Eitt kort er gefið út á hvert fasteignanúmer sem greiðir sorpeyðingargjald. Ef fasteign hefur fleiri en einn skráðan eiganda er ekki hægt að fá fleiri kort.
  • Hægt er að fá nýtt kort ef kort glatast gegn 5.000 kr. gjaldi.
  • Kort skal fylgja fasteign og afhendast nýjum eigendum við eigendaskipti.

Vinsamlega athugið að hver fasteignaeigandi verður að nálgast inneignarkort fyrir sína fasteign en viðkomandi þarf að kvitta fyrir móttöku á kortinu og því verður ekki hægt að senda inneignarkortin í bréfpósti til fasteignaeigenda.

Kortin eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma.

Mánudaga - fimmtudaga: 9:00 - 15:00
Föstudaga : 9:00 - 12:00

Síðast uppfært 1. júlí 2021
Getum við bætt efni síðunnar?