Fara í efni

Jólaljósaslóð á Úlljótsvatni

Annan sunnudag í aðventu bauð Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni upp á Jólaljósaslóð. Þar var boðið upp lítið ævintýraland í upplýstum jólaskóginum þar sem farið var í leiki og grillaðir sykurpúðar. Þá var einnig í boði að sitja við varðeldinn, hlusta á jólatónlist og drekka kakó.

Þátttaka var mjög góð og voru um hundrað manns mætt til þess að vera saman í skóginum þetta milda og jólalega síðdegi. Vonandi verður þetta endurtekið að ári þar sem að þetta var mjög notaleg stund.

Síðast uppfært 6. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?