Fara í efni

Jólaljósaslóð á Úlljótsvatni

Annan sunnudag í aðventu bauð Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni upp á Jólaljósaslóð. Þar var boðið upp lítið ævintýraland í upplýstum jólaskóginum þar sem farið var í leiki og grillaðir sykurpúðar. Þá var einnig í boði að sitja við varðeldinn, hlusta á jólatónlist og drekka kakó.

Þátttaka var mjög góð og voru um hundrað manns mætt til þess að vera saman í skóginum þetta milda og jólalega síðdegi. Vonandi verður þetta endurtekið að ári þar sem að þetta var mjög notaleg stund.

Síðast uppfært 6. desember 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?