Fara í efni

Kerhólsskóli auglýsir eftir kennurum skólaárið 2022-2023.

Kerhólsskóli auglýsir eftir kennurum skólaárið 2022-2023.

Í skólanum eru rúmlega sjötíu nemendur í frá eins árs og upp í.10. bekk. Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu og útinám. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði „Uppeldi til ábyrgðar“. Leitað er eftir sjálfstæðu og drífandi fólki með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi.

Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:

  • Stuðningskennari með áherslu á íslensku sem annað mál, 100% starf.
  • List og verkgreinakennari (smíði, textil, leir o.fl.), 100% starf
  • Umsjónarkennari á yngsta stig ásamt heimilisfræðikennslu í öllum árgöngum, 100% starf.
  • Umsjónarkennari á mið stig ásamt náttúrufræðikennslu á elsta stigi og verkefnastjórn Grænfána, 100% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu
  • Frumkvæði og hæfni til að skipuleggja nám í fjölbreyttum nemendahópi þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum.
  • Góð hæfni í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Þekking á Uppeldi til ábyrgðar.
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsókn um störfin skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 8. júní 2022. Nánari upplýsingar veitir Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri í síma 480-5520 og jonabjorg@kerholsskoli.is Umsóknir sendist á netfangið jonabjorg@kerholsskoli.is

Síðast uppfært 31. maí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?