Fara í efni

Kerhólsskóli óskar eftir að ráða kennara í leikskóladeild

Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með u.þ.b. 70 nemendur á aldrinum 1. árs upp í 10. bekk þar af eru 20 börn í leikskóladeild.
Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt,
útikennslu og heilsueflingu. Leikskóladeildin vinnur auk þess út frá kenningum um „Flæði“. 
Kerhólsskóli er í u.þ.b. 15. mín akstursfjarlægð frá Selfossi.
Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í
störfum hjá sveitarfélaginu.

Kennari í 100% starf. Kennarar í leikskóladeild starfa eftir starfslýsingu
leikskólakennara.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf til kennslu í leikskóla
Góð færni í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Vilji til að gera góðan skóla betri
Fáist ekki kennari er möguleiki að ráða leiðbeinanda tímabundið.
Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur 10. febrúar 2024
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
________________________________________________________________
Nánari upplýsingar gefur Sigríður Þorbjörnsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar í síma
480-5520, 867-5175. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og
umsagnaraðila berist til deildarstjóra, sigga@kerholsskoli.is

Síðast uppfært 31. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?