Könnun um framtíð frístunda- og menningarmála í Grímsnes- og Grafningshreppi
Kæri íbúi,
Sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshreppur vinnur nú að heildstæðri greiningu á frístunda- og menningarstarfi í sveitarfélaginu. Í mars 2025 var skipuð sérstök nefnd sem hefur það hlutverk að skoða núverandi starfsemi og aðstöðu og leggja fram tillögur að framtíðarfyrirkomulagi – með þarfir íbúa að leiðarljósi.
Við viljum heyra frá þér.
Með þátttöku í könnun getur þú haft áhrif á hvernig aðstaða og þjónusta verður þróuð á næstu árum. Könnunin tekur aðeins örfáar mínútur og er opin öllum íbúum, óháð aldri eða þátttöku í félagssamtökum.
📌 Markmið könnunarinnar:
- Kortleggja hvernig núverandi aðstaða er nýtt
- Meta þörf fyrir nýja eða bætta aðstöðu
- Safna hugmyndum og væntingum íbúa um framtíð frístunda- og menningarmála
📬 Taktu þátt í könnuninni hér:
👉 https://forms.office.com/e/Fjk66nESmE
Könnunin er opin til 30.júní 2025 og við hvetjum alla til að taka þátt – því fleiri sem svara, því betri mynd fáum við af raunverulegum þörfum samfélagsins.
Takk fyrir að leggja þitt af mörkum!
Nefnd um frístunda- og menningarmál
Grímsnes- og Grafningshreppur