Fara í efni

Kveikt á jólatrénu á Borg

Aðventan byrjar á sunnudaginn og í tilefni þess voru ljósin kveikt á jólatrénu á Borg. Börn úr Kerhólsskóla ásamt fleirum söfnuðust saman, kveiktu á trénu og sungu nokkur lög. Þegar búið var að kveikja ljósin var svo boðið upp á kakó og piparköku fyrir þá sem voru á svæðinu.

Síðast uppfært 25. nóvember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?