Fara í efni

Laus störf ritara hjá skipulags- og byggingarfulltrúa

Ritarar skipulags- og byggingarfulltrúa óskast hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs.

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir ritara skipulags- og byggingarfulltrúa með áherslu á skipulagsmál annars vegar í 100% stöðugildi og hins vegar eftir ritara skipulags- og byggingarfulltrúa með áherslu á byggingarmál í 70 – 80% stöðugildi. Undir embættið heyra skipulags- og byggingarmál sex sveitarfélaga og er það eitt stærsta embætti á sviði skipulags- og byggingamála á landinu. Embættið stendur framarlega í starfrænni þróun á þjónustu og vinnur stöðugt að aukinni skilvirkni og framþróun í starfsemi sinni. Á skrifstofunni starfar samheldinn hópur starfsmanna. Störfin eru lifandi og fjölbreytt og kallar jöfnum höndum á teymisvinnu og einstaklingsframtak.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Móttaka gagna og skjalaumsjón.
 • Ráðgjöf og upplýsingagjöf við umsækjendur í síma og tölvupósti.
 • Samskipti og bréfaskrif.
 • Skráning og meðhöndlun skjala.
 • Undirbúningur funda og frágangur.
 • Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Rík þjónustulund og samskiptahæfni.
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá í tal- og ritmáli.
 • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
 • Þekking á bygginga- og skipulagsmálum er kostur.
 • Þekking á ONESystem umsjónarkerfinu er kostur.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Störfin henta öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um.

Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.

Nánari upplýsingar veitir

Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri – nanna@utu.is – 480-5550

Umsókn skal jafnframt senda á þetta sama netfang. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 19. júní nk.

Síðast uppfært 2. júní 2023
Getum við bætt efni síðunnar?