Fara í efni

Leiðbeiningar fyrir minni fráveitur

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir minni fráveitur. Fyrri leiðbeiningar voru frá 2004 og þótti tímabært að uppfæra þær og bæta við upplýsingum um fleiri fráveitu- og salernislausnir. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar einstaklingum, byggingaraðilum, hönnuðum og rekstraraðilum og eru unnar af EFLU.
 
Mjög mikilvægt er fyrir fasteignaeigendur sem hyggja á að endurnýja rotþró ásamt nýjum byggingaraðilum að kynna sér þessar leiðbeiningar. Þar má finna stærðarútreikninga á rotþróm og siturbeðum ásamt upplýsingum um tilbúnar hreinsistöðvar. Ef fasteign er innan vatnasviðs Þingvallavatns gilda sérstakar reglur sem gefnar eru út af Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og hvetjum við fasteignaeigendur á því svæði að kynna sér þær reglur sérstaklega.
 
Á heimasíðu sveitarfélagsins má finna greinargóðar upplýsingar um hreinsun á rotþróm í sveitarfélaginu ásamt upplýsingum um nýtingu á þeirri seyru sem til fellur.
 
Hér má finna nýjar leiðbeiningar Umhverfisstofnunar: https://ust.is/.../Nyjar-leidbeiningar-fyrir-fraveitur/...
 
Hér má finna leiðbeiningar um hreinsun fráveitu á verndarsvæði Þingvallavatns: https://hsl.is/.../leidbeiningar_hsl_um_fyrirkomulag...
 
Hér má finna upplýsingar um hreinsun á Seyru í Grímsnes- og Grafningshrepp: https://www.gogg.is/.../umhverfis.../seyruhreinsun
Síðast uppfært 10. október 2022
Getum við bætt efni síðunnar?