Fara í efni

Lokað á skrifstofu sveitarfélagsins

Föstudaginn 2. október var viðbragðsteymi sveitarfélagsins virkjað vegna þess að einstaklingur smitaður af covid-19 kom í samfélagið okkar þriðjudaginn 29. september. Viðbragðsteymið samanstendur af sveitarstjórn og umsjónarmanni fasteigna. Staðan er sú að 10 starfsmenn eru í sóttkví og verða það þar til þau fá út úr sýnatöku á miðvikudaginn.

Út frá þeim upplýsingum hefur viðbragðsteymið tekið þá ákvörðun um að loka öllum stofnunum sveitarfélagsins til og með miðvikudeginum 7. október.

Fyrir hönd viðbragðsteymisins,
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

Síðast uppfært 4. október 2020
Getum við bætt efni síðunnar?