MÁLSTOFA UM ÍÞRÓTTASTARF UPPSVEITANNA
23.04.2025
Sunnudaginn 27. apríl kl. 13–16 verður haldin málstofa í Aratungu þar sem sjónum verður beint að því hvernig við getum stækkað og þróað íþróttastarf í Uppsveitum. Við fáum til okkar góða gesti, þar á meðal fulltrúa félaga og sveitarstjórna, auk annarra áhugasamra um framtíð íþrótta á svæðinu. Sérstakir gestafyrirlesarar verða Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, og Jóhann Á. Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Grindavík, sem deila með okkur reynslu sinni og sýn á uppbyggingu og árangur.
Eftir innlegg þeirra verður þátttakendum boðið að taka virkan þátt í umræðum og skapandi hugmyndavinnu um leiðir til að efla íþróttastarf í Uppsveitum.
Síðast uppfært 23. apríl 2025