Fara í efni

Mikil uppbygging á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi

Síðastliðin tvö ár hefur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps úthlutað lóðum til íbúðabygginga í þéttbýliskjarnanum á Borg, öllum þeim lóðum sem voru tilbúnar hefur verið úthlutað. Lóðirnar sem um ræðir eru ætlaðar undir 7 einbýlishús, 8 parhús og 3 raðhús.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er mikið að gerast og uppbygging hafin á flestum lóðum. Líkur eru á að íbúafjöldi í þéttbýliskjarnanum tvöfaldist því á næstu mánuðum þegar íbúðirnar fyllast af nýjum íbúum. Mikill hraði einkennir uppbygginguna sem nú á sér stað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Við tökum þessu fagnandi en höfum vegna mikillar eftirspurnar ráðist í það verkefni að skipuleggja fleiri íbúðalóðir og þjónustusvæði vestan við Borg. Á þjónustusvæðinu er gert ráð fyrir ýmiskonar þjónustu, svo sem hleðslustöðvum, verslun og hótelbyggingu.

Í ljósi alls þessa má því gera ráð fyrir að byggðin á Borg verði orðin nokkuð myndug innan fárra ára.

Borg í ágúst 2022

Síðast uppfært 24. ágúst 2023
Getum við bætt efni síðunnar?