Fara í efni

Molta á Gámastöðinni Seyðishólum

Nú geta garðeigendur í sveitarfélaginu loksins nálgast moltu aftur á Gámastöðinni Seyðishólum þeim að kostnaðarlausu.
Eina sem þarf að gera er að mæta á svæðið á opnunartíma með ílát eða kerru og skóflu og ná sér í moltu.
-Moltan er unnin úr meðal annars þeim lífræna úrgangi sem Íslenska Gámafélagið safnar í sveitarfélaginu.
-Moltan þykir kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti molta 2 hlutar mold) eða dreifa yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.
-Moltan er afrakstur innlendrar endurvinnslu.
Síðast uppfært 13. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?