Fara í efni

Mötuneytið lokað til 2. febrúar

Vegna hertra aðgerða og mikils fjölda smita hjá okkur verður mötuneytið áfram lokað til og með 2. febrúar.
Vonandi verður eitthvað farið að rofa til þá.
 
Læt einnig fylgja skilaboð frá 2020 sem eiga vel við núna þannig að við ítrekum þau hér með.
Mikið hefur gengið á í samfélaginu okkar undanfarnar vikur og hefur það vafalaust haft áhrif á okkur öll, á einn eða annan hátt. Því miður er það svo að við megum búast við því að næstu daga og vikur muni einkennast áfram af ákveðinni óvissu og þar með óöryggi.
Við viljum því hvetja ykkur öll til að taka tilmælum almannavarna og sóttvarnalæknis alvarlega og huga að þeim sem standa okkur nærri, ættingjum, vinum og nágrönnum.
Það eru ef til vill ekki allir í þeirri stöðu að hafa einhverja í kringum sig til að aðstoða sig eða tala við. Því viljum við biðja þá sem einhverja aðstoð þurfa eða einhvers vilja spyrja, að setja sig í samband við skrifstofu sveitarfélagsins, annað hvort í síma: 480-5500 eða með tölvupósti á netfangið gogg@gogg.is þar sem fundin verður leið til að aðstoða fólk.
Einnig viljum við benda á að hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717.
 
 
Síðast uppfært 14. janúar 2022
Getum við bætt efni síðunnar?