Fara í efni

Ný sleðabrekka á Borg

Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi létu hendur standa fram úr ermum í gær þegar ný sleðabrekka var þökulögð í þorpinu á Borg. Sleðabrekkan er síðasti áfanginn í nýju og skemmtilegu leiksvæði í sveitarfélaginu. Þau sem mættu unnu rösklega, kláruðu verkið á tveimur klukkustundum og gæddu sér svo á pylsum í hjálparsveitarhúsinu að vinnu lokinni.

Börn og fullorðnir hjálpuðust að enda börnin spennt fyrir því að geta nýtt brekkuna þegar snjóar í vetur.

Síðast uppfært 26. september 2023
Getum við bætt efni síðunnar?