Fara í efni

Sigrún Hreiðarsdóttir ráðinn skólastjóri við Kerhólsskóla

Á fundi sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps þann 4. júní síðastliðinn var samþykkt samhljóða að ráða Sigrúnu Hreiðarsdóttur sem skólastjóra Kerhólsskóla frá og með 1. júlí 2025.

Sigrún hefur starfað sem kennari um árabil og síðastliðin tvö ár verið hluti af stjórnunarteymi Kerhólsskóla, sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Hún lauk BS-prófi í íþróttafræði frá Kennaraháskóla Íslands og MS-prófi á heilbrigðisvísindasviði. Að auki hefur hún sótt fjölmörg starfstengd námskeið, lokið viðbótardiplóma í starfsendurhæfingu og grunnnámi í markþjálfun.

Við óskum Sigrúnu innilega til hamingju með ráðninguna og hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs.

Síðast uppfært 1. júlí 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?