Fara í efni

Nýtt deiliskipulag – Miðsvæði

Sveitarstjórn hefur samþykkt að senda til skipulagsnefndar nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði vestan við Skólabraut. Svæðið hefur fengið heitið Miðtún. Á miðsvæðinu verða 6 nýjar verslunar- og þjónustulóðir þar sem á fjórum er heimild fyrir íbúðum á efri hæð. Gert er ráð fyrir eldsneytissölu og hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Einnig er gert ráð fyrir hótellóð vestast á svæðinu.

Meginmarkmið skipulagsins er að:

  • Styrkja byggðarkjarnann á Borg með aukinni þjónustu sem tryggir sjálfbærni og styrkir byggðina.
  • Skapa miðbæ með góðu aðgengi og aðlaðandi dvalarsvæðum.
  • Hafa sveigjanleika í skilmálum um uppbyggingu svo bregðast megi við breytilegum forsendum.

Borg í Grímsnesi er í alfaraleið á gullna hringnum sem sést greinilega á umferðartölum en árleg dagsumferð fram hjá Borg er um 2500 bílar á sólarhring. Mikil þörf er á meiri þjónustu á svæðinu en þéttbýliskjarninn á Borg fer ört vaxandi og ríflega 3.200 sumarhús eru í sveitarfélaginu. Einnig er stutt í þéttbýliskjarnann á Sólheimum.

Reiknað er með að gatnagerð hefjist á miðsvæðinu árið 2023.

Síðast uppfært 10. október 2022
Getum við bætt efni síðunnar?