Nýtt gólf á íþróttahúsið á Borg
06.06.2025
Endurnýjun gólfefnis í íþróttahúsinu á Borg
Framkvæmdir standa nú yfir við að endurnýja gólfefnið í íþróttahúsinu á Borg. Um er að ræða PU (pólýúretan) gólfefni sem kemur í stað parketsins sem verið hefur þar til þessa.
PU gólf eru einstaklega endingargóð, viðhaldslítil og algjörlega samskeytalaus. Þau henta sérstaklega vel í fjölnota íþróttasali þar sem þau draga úr höggum og veita góða mýkt, sem eykur bæði þægindi og öryggi við notkun.
Verkið er unnið af Sporttæki ehf. og er áætlað að verklok verði laugardaginn 14. júní næstkomandi.
Vinsamlegast athugið að íþróttasalurinn verður lokaður á meðan framkvæmdir standa yfir.
Við þökkum fyrir þolinmæðina og hlökkum til að bjóða ykkur velkomin á ný í uppfærðan og glæsilegan sal.
Síðast uppfært 6. júní 2025