Opnun tilboða í viðbyggingu á Íþróttamiðstöðinni á Borg
30.04.2024
Tilboð voru opnuð þann 24. apríl 2024 kl. 11.00 í viðbyggingu á Íþróttamiðstöðinni á Borg. Um er að ræða 700 m² viðbyggingu á tveimur hæðum við núverandi mannvirki. Í fyrsta áfanga verður gengið frá burðarvirki, frágangi utanhúss og neðri hæð byggingar frágengin að innanverðu.
Eftirfarandi tilboð bárust:
| BJÓÐANDI | UPPHÆÐ | HLUTFALL |
| Kostnaðaráætlun | 377.708.761,- kr | 100% |
| JJ pípulagnir ehf. | 338.880.826,- kr | 90% |
| Stéttafélagið ehf. | 477.709.900,- kr. | 126% |
| Alefli ehf. | 417.974.942,- kr. | 111% |
| Land og verk ehf. | 494.613.645,- kr | 131% |
| Al-Bygg | 387.630.332,- kr. | 103% |
Tilboð og fylgigögn verða yfirfarin áður en tilkynnt verður um val á tilboði.
Síðast uppfært 30. apríl 2024