Fara í efni

Öruggara Suðurland

Í gær var haldinn fyrsti fundur verkefnisins Öruggara Suðurland og undirrituð viljayfirlýsing samstarfsaðilanna, sem eru lögreglustjórinn á Suðurlandi, sveitarfélögin á Suðurlandi, sýslumaðurinn á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og framhaldsskólarnir á Suðurlandi.

Markmið samstarfsins er að tryggja og þróa grundvöll fyrir afbrotaforvarnir milli lögregluyfirvalda og samstarfsaðila, efla samvinnu við úrlausn mála og treysta samvinnu m.a. samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 og vinna tölfræði miðað við sameiginlegar skilgreiningar samstarfsaðila sem er byggt á við markmiðasetningu við afbrotaforvarnir.

Á myndinni eru þeir aðilar sem undirrituðu viljayfirlýsingina.
Síðast uppfært 19. apríl 2024
Getum við bætt efni síðunnar?