Fara í efni

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2025

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 7. nóvember

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2025 verður haldin í 24. sinn föstudaginn 7. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut, kl. 09.00-16.30. Dagskráin er fjölbreytt og endurspeglar það hið margháttaða rannsókna- og þróunarstarf sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Dagskránna má finna hér í viðhengi.

Hlekkur á skráningu

  • Fimmtán rannsóknarverkefni verða til umfjöllunar.
  • Ráðstefnan hefur alla jafna verið fjölsótt af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsfólki ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktaka og almenns áhugafólks um samgöngur og rannsóknir.
  • Í fyrra sóttu ráðstefnuna hátt í 300 manns.
  • Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar liggur í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki er endilega einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.
  • Ráðstefnustjóri verður Hólmfríður Bjarnadóttir, forstöðukona umhverfis- og sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar.

Sjá nánar hér

Síðast uppfært 14. október 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?