Fara í efni

Röskun á sorphirðu vegna veðurs og færðar

Búast má við einhverjum röskunum á fyrirhugaðri tæmingu á tunnum fyrir plast og pappír/pappa vegna veðursins sem nú er að ganga yfir. Við minnum íbúa á að moka frá tunnum og tryggja að aðgengi að þeim sé gott þegar veðrið hefur gengið yfir til þess að hægt verði að tæma tunnurnar.

Þá eru grenndarstöðvarnar opnar allan sólarhringinn og tilvalið að fara með yfirfall úr tunnum eftir jólin á þær. 

Síðast uppfært 20. desember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?