Fara í efni

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa eftir verkefnisstjóra

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) auglýsa eftir verkefnisstjóra til þess að starfa að fjölbreyttum verkefnum sem hafa það að markmiði að auka lífsgæði íbúa á Suðurlandi með áherslu á uppbyggingu og byggðaþróun.

Viltu hafa jákvæð áhrif á framtíðina? Þá er þetta mögulega starf fyrir þig.

Leitað er að jákvæðum og skipulögðum verkefnisstjóra sem á auðvelt með samskipti við ólíka aðila og hefur brennandi áhuga á að efla og bæta samfélagið á Suðurlandi.

Hér má finna auglýsinguna í heild sinni: Verkefnastjóri hjá SASS

Umsóknarfrestur er til og með 27. júlí 2025. Umsókn skal skilað stafrænt á Alfreð (www.alfred.is) ásamt ferliskrá og kynningarbréfi þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni sinni til að takast á við starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingunn Jónsdsóttir framkvæmdastjóri SASS: ingunn@sass.is

Síðast uppfært 17. júlí 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?