Fara í efni

Skautafjör á Laugarvatni – laugardaginn 17. janúar kl. 12–14

Viðburðurinn er í tengslum við Vetraríþróttaviku Evrópu (1.–8. febrúar) – en við tökum forskot á sæluna.

Viðburðurinn er í samstarfi við Heilsueflandi samfélag í Bláskógabyggð og HSK.
Komum saman og höfum gaman á ísnum!

Boðið verður upp á skauta, krullu, íshokkí og fleira. Við verðum með skauta til útláns (stærðir 37–45), stóla til að styðja sig við og gott er að hafa hjálm – sérstaklega fyrir byrjendur.

Það verður varðeldur, svo takið með pinnabrauðsdeig eða eitthvað gott að njóta við eldinn. Við sjáum um að sjóða vatnið.

boðið verður upp á frían aðgang í sund á Laugarvatni eftir skautafjörið.
Við byrjum á stuttri kynningu á öryggi á ísilögðum vötnum. Við minnum á að börn eru á ábyrgð foreldra.

📍 Staðsetning: https://maps.app.goo.gl/wDnfWQTdnd9wNNjeA
Klæðum okkur vel!

Verið velkomin
Síðast uppfært 15. janúar 2026
Getum við bætt efni þessarar síðu?