Fara í efni

Skilaboð frá sveitarstjórn

Kæru sveitungar
Samkomubann var sett á mánudaginn 16. mars og undanfarna daga hefur verið unnið að því að laga til starfsemi sveitarfélagsins eftir því og verður áfram unnið að því á næstu dögum. Aðstæður geta breyst með stuttum fyrirvara og hvetjum við íbúa og aðra til að fylgjast grannt með heimasíðu sveitarfélagsins og facebook síðu sveitarfélagsins.
Við teljum mikilvægt að huga að sjálfum okkur og náunganum í þessum fordæmalausu aðstæðum, margir eiga góða að sem sinna þeim með brýnustu nauðsynjar eins og að fara í verslun eða hvað annað sem þarf að sinna. En það eru kannski ekki allir í þeirri stöðu og þess vegna biður sveitarstjórn þá sem einhverja aðstoð þurfa eða einhvers vilja spyrja að setja sig í samband við skrifstofu sveitarfélagsins þar sem fundin verður leið til að aðstoða fólk. Hægt er að hafa samband annað hvort í síma: 480-5500 eða með tölvupósti á netfangið gogg@gogg.is. 
Jafnframt bendum við á Hjálparsíma Rauða Krossins en símanúmerið þar er 1717. 

Sveitarstjórn

 

Síðast uppfært 19. mars 2020
Getum við bætt efni síðunnar?