Skilti á Grímstorg
09.10.2024
Nýtt skilti hefur verið sett á Grímstorg, hringtorgið við þéttbýlið á Borg, en sveitarstjórn ákvað í nóvember árið 2013 að hringtorginu yrði gefið nafnið Grímstorg. Skiltið er einstaklega fallegt, en viðurinn sem skiltið er gert úr kemur frá Snæfoksstöðum. Lárus Sigurðsson sá um handverkið og Smiðsholt ehf. um uppsetningu.
Síðast uppfært 9. október 2024
Getum við bætt efni síðunnar?