Fara í efni

Útboð - Skólaakstur fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp

Consensa fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps óskar eftir tilboðum í skólaakstur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða skólaakstur milli heimilis og grunnskóla samkvæmt akstursáætlun og annan tilfallandi akstur sem skipt er upp í þrjá samningshluta eftir akstursleiðum.

Samningstími er frá tilkynningu um töku tilboðs til 1. júlí 2025. Heimilt er að framlengja samningnum tvisvar (2) sinnum um eitt (1) ár í senn, þannig að samningstími getur mest orðið fjögur (4) ár. 

Nánari upplýsingar má finna á www.consensa.is og í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.is/doc.aspx?UniqueId=afmbhufdcy&GoTo=Tender

Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.

Síðast uppfært 25. maí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?