Fara í efni

Kerhólsskóli auglýsir eftir grunnskólakennurum skólaárið 2020 - 2021

Kerhólsskóli auglýsir eftir grunnskólakennurum. Í grunnskóladeild eru rúmlega 50 nemendur í 1.-10. bekk. Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu og útinám. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði „Uppeldi til ábyrgðar“. Leitað er eftir sjálfstæðu og drífandi fólki með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi.

Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:

 • Umsjónarkennarar á yngsta stigi ásamt náttúrufræði á mið- og elstastigi. 100% starf og 85% starf í umsjón og nýsköpunarkennslu í öðrum bekkjum.
 • Umsjónarkennarar á elsta stigi sem jafnframt sér um smíðakennslu og aðrar list- og verkgreinar. 100% starf
 • Heimilisfræði í öllum árgöngum. 32% starf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Grunnskólakennari / uppeldismenntun sem nýtist í starfi, leyfisbréf grunnskólakennara.
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni í samskiptum.
 • Þekking á Uppeldi til ábyrgðar.
 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.

Einnig er laus til umsóknar staða í frístund

Frístund er opin frá kl. 12.30 - 16.00. Misjafnt milli daga. Um er að ræða 35-50% stöðu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi/reynsla af vinnu með börnum.
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og hæfni í samskiptum.
 • Þekking á Uppeldi til ábyrgðar kostur.
 • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.

 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsókn um störfin skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur framlengdur til 2. júní  2020. Nánari upplýsingar veitir Jóna Björg Jónsdóttir, skólastjóri í síma 480-5520 og jonabjorg@kerholsskoli.is. Umsóknir sendist á netfangið jonabjorg@kerholsskoli.is.

 

Síðast uppfært 20. maí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?