Ertu með allt á hreinu? Ræsting í Sogsstöðvum.
13.05.2025
Hreint og snyrtilegt vinnuumhverfi er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar hjá Landsvirkjun. Við óskum eftir að ráða einstakling til að annast almenn þrif og ræstingar í Sogsstöðvum. Um er að ræða þrif í vélasölum, í skrifstofuhúsnæði, hreinlætisaðstöðu og gistirýmum ásamt því að hafa umsjón með þvotti. Einnig tilfallandi aðstoð og afleysingar í mötuneyti.
Síðast uppfært 13. maí 2025