Fara í efni

Stóri Plokkdagurinn 2023

Grímsnes- og Grafningshreppur hvetur íbúa og aðra sem dvelja í sveitarfélaginu til þess að taka þátt í Stóra Plokkdeginum þann 30. apríl og plokka í sínu nærumhverfi eða þar sem þörf er á. Hægt verður að nálgast hanska og poka í Félagsheimilinu Borg á milli kl. 10 og 12 um morguninn og hægt verður að koma pokum á kerru sem verður þar fyrir utan út daginn. 

PLOKKUM

 • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
 • Einstaklingsmiðað
 • Hver á sínum hraða
 • Hver ræður sínum tíma
 • Frábært fyrir umhverfið
 • Fegrar nærsamfélagið
 • Öðrum góð fyrirmynd

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

 • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
 • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
 • Klæða sig eftir aðstæðum.
 • Koma afrakstrinum á viðeigandi stað.
 • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
Síðast uppfært 25. apríl 2023
Getum við bætt efni síðunnar?