Fara í efni

Stóri PLOKKdagurinn verður 25. apríl á Degi umhverfisins

Íbúar, fyrirtæki og aðrir fasteignaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi eru hvattir til að taka þátt í plokkdeginum.
Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleika í verki.
Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna.
Ákveðið hefur verið að þeir sem setja inn mynd á plokkfærsluna eða senda mynd í skilaboðum annað hvort á facebook síðunni Gámastöðin Seyðishólar eða Grímsnes- og Grafningshrepp lenda í lukkupotti og geta unnið annars vegar 10 skipta kort í sundlaugina eða 10 skipta kort í þreksalinn og sundlaugina í Íþróttamiðstöðinni Borg. 

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI
- Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
- Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
- Klæða sig eftir aðstæðum.
- Hver og einn ræður sínum tíma og hraða.
- Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
- Setja inn mynd og #plokk2020 í komment á plokkfærsluna eða senda mynd í skilaboðum annað hvort á facebook síðunni Gámastöðin Seyðishólar eða Grímsnes- og Grafningshrepp.

Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru en víða er mikið af rusli eftir stormasaman vetur.
Við minnum á að Gámastöðin Seyðishólum er opin á laugardaginn frá 13:00 - 16:00.
Síðast uppfært 22. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?