Fara í efni

Sumarstarf fyrir námsmann

Við leitum að áhugasömum námsmanni 18 ára eða eldri í sumarstarf í Uppsveitum Árnessýslu,
til að vinna að verkefnum tengdum heilsueflandi samfélagi og ferðaþjónustu.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á útivist, vera félagslyndur, sjálfstæður og lipur í samskiptum. 
Hafa færni í stafrænni miðlun og notkun samfélagsmiðla, þekking á svæðinu er kostur.
Í starfinu felst skemmtileg verkefnavinna, miðlun og kynning.
Sérstaklega áhugavert fyrir námsmenn í lýðheilsu-, íþrótta-  frístunda-,  ferðamála-, markaðsfræðum, menningarmiðlun eða öðrum skyldum greinum.

Starfið er hluti af atvinnuátaki sveitarfélaganna í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætlað námsmönnum sem eru 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi.
Ráðningartíminn er a.m.k. tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 01. júní til 31. ágúst 2020.
Nánari upplýsingar um starfið gefa Gunnar Gunnarsson heilsueflandi@fludir.is og Ásborg Arnþórsdóttir asborg@ismennt.is
Umsókn ásamt kynningarbréfi og starfsferilsskrá skal jafnframt senda á sömu netföng.

Umsóknarfrestur er til og með 2.júní
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FOSS

Síðast uppfært 26. maí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?