Fara í efni

Úlli ljóti 2025 – Frisbígolfmót

Laugardaginn 28. júní fer fram frisbígolfmótið Úlli ljóti 2025 á Úlfljótsvatnsvelli og Ljósafossvelli. Keppt verður í fjölmörgum flokkum og spilaðir verða tveir hringir – einn á hvorum velli.

Allur ágóði mótsins rennur í uppbyggingu vallarins á Úlfljótsvatni, þar sem næsta markmið er að endurnýja körfurnar.

Mótsstjórar eru Runólfur Helgi Jónasson og Birgir Ómarsson. Þátttökugjald er 5.000 kr. (greitt með millifærslu á reikning ÍFS: 0513-14-503326, kt. 450705-0630 – skýring „Úlli ljóti“).
Grillaður matur og drykkur fylgir með, og frítt er fyrir barnaflokk.

Mæting er kl. 09:45 við tjaldmiðstöðina á Úlfljótsvatni og keppni hefst kl. 10:00. Allir velkomnir!

Síðast uppfært 30. maí 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?