Fara í efni

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita óskar eftir ritara

Nú leitum við að ritara til starfa hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveitanna. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

Nýr ritari mun starfa við hlið annarra ritara sem nú þegar eru hjá embættinu þannig að viðkomandi fær góða leiðsögn í nýju starfi.

Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Móttaka gagna og skjalaumsjón
• Ráðgjöf og upplýsingagjöf við umsækjendur í síma og tölvupósti
• Samskipti og bréfaskrif við opinberar stofnanir
• Reikningagerð
• Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Rík þjónustulund
• Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti
• Góð tölvukunnátta í öllum helstu forritum s.s. Outlook, Word og Excel
• Þekking á skipulagsmálum sveitarfélaga er mikill kostur
• Þekking á ONESystem umsjónarkerfinu er kostur

Nánari upplýsingar um starfið gefur Jóhannes Hr. Símonarson, skrifstofustjóri í síma 480-5550 eða á netfanginu johannes@utu.is Umsókn ásamt kynningarbréfi og starfsferilsskrá skal jafnframt senda á þetta sama netfang.

Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 6. maí n.k.

Síðast uppfært 22. apríl 2020
Getum við bætt efni síðunnar?