Vel heppnuð gönguferð Félags 60+ á Sólheimum
Þriðjudaginn 10. júní stóð Félag 60+ fyrir vel sóttri og ánægjulegri gönguferð um hið fallega umhverfi á Sólheimum. Þrátt fyrir svokallað íslenskt sumarveður – léttan úða en hægviðri – mættu um 20 félagar til leiks og nutu góðrar samveru og fræðslu í náttúrulegu og menningarlegu umhverfi.
Gengið var hinn vinsæli Flóðahringur, og var Reynir Pétur sérstakur gestur ferðarinnar. Að lokinni göngu fengu þátttakendur fróðlega kynningu á tómataræktun í gróðurhúsinu á Sólheimum, auk þess sem litið var inn í skógræktastöðina Ölur þar sem áhugaverð starfsemi var kynnt.
Í lok ferðarinnar safnaðist hópurinn saman á kaffihúsinu Græna kannan, þar sem boðið var upp á veitingar og notalegt spjall í hlýlegu umhverfi.
Félagið þakkar öllum sem mættu kærlega fyrir þátttökuna og minnir á næstu gönguferð sem verður farin á Kaldárhöfða þriðjudaginn 15. júlí kl. 13:00. Vonast er til að sjá sem flesta í góðum félagsskap og útivist.